
Smáforrit
Tækið styður smáforrit (widgets). Smáforrit eru lítil
vefforrit sem hægt er að hlaða niður og flytja
margmiðlunarefni, fréttastrauma og aðrar
upplýsingar, svo sem veðurfréttir, í tækið. Uppsett
smáforrit birtast sem sérstök forrit í forritamöppunni.
Skoðaðu og náðu þér í græjur í Ovi-versluninni á
slóðinni store.ovi.com.
Sjálfgefinn aðgangsstaður fyrir smáforrit er hinn sami
og í vafranum. Sum smáforrit geta uppfært upplýsingar
í tækinu sjálfkrafa ef þau eru virk í bakgrunninum.
Það getur falið í sér stórar gagnasendingar um
farsímakerfi þjónustuveitunnar að nota smáforrit.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld.