
Um þráðlaust staðarnet
Til að geta notað þráðlaust staðarnet verður slíkt net
að vera til staðar og tækið að vera tengt því. Sum
þráðlaus staðarnet eru varin og það þarf að fá
aðgangsorð hjá þjónustuveitunni til að geta tengst
þeim.
Til athugunar: Í Frakklandi er aðeins heimilt að
nota þráðlaust staðarnet innandyra.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða mega
keyra í bakgrunni á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar
ganga á rafhlöðu tækisins og draga úr endingu hennar.
Tækið styður eftirfarandi atriðið fyrir þráðlaust
staðarnet:
●
IEEE 802.11b/g staðla
●
Notkun á 2.4 GHz
●
WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent
privacy) með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn
(WPA) og 802.1x sannvottunaraðferðir. Aðeins er
hægt að nota þessa valkosti ef símkerfið styður þá.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum
þínum án heimildar.