Um FM-sendinn
Framboð á FM-sendi getur verið breytilegt eftir
löndum. Þegar þetta var skrifað var hægt að nota FM-
sendi í eftirfarandi löndum í Evrópu: Austurríki, Belgíu,
Búlgaríu, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi,
Þýskalandi, Íslandi, Írlandi, Litháen, Liechtenstein,
Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni,
71
Tónli
st
Sviss, Svíþjóð, Tyrklandi og Bretlandi. Nýjustu
upplýsingarnar og lista yfir lönd sem eru ekki í Evrópu
er að finna á síðunni www.nokia.com/fmtransmitter.
Með FM-sendinum er hægt að spila lög sem eru vistuð
í tækinu í öllum samhæfum FM-útvarpstækjum, svo
sem bílútvarpi eða venjulegu hljómflutningstæki.
Tíðnisvið sendisins er frá 88,1 til 107,9 MHz.
Hægt er að nota FM-sendinn þótt hann sé í allt að 2
metra fjarlægð. Hindranir, svo sem veggir, önnur
raftæki eða almennar útvarpsstöðvar, geta truflað
sendinguna. FM-sendirinn getur truflað nálæga FM-
móttakara sem eru á sömu tíðni. Til að forðast truflun
skal alltaf leita að lausri FM-tíðni á móttakaranum áður
en FM-sendirinn er notaður.
Ekki er hægt að nota FM-sendinn um leið og FM-
útvarpið í tækinu er notað.