
FM-útvarp
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í
þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða aukabúnaður
þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka
rétt.
Til að opna útvarpið velurðu
Valmynd
>
Tónlist
>
FM-útvarp
.
Þegar þú opnar útvarpið í fyrsta skipti aðstoðar
hjálparforrit þig við að vista útvarpsstöðvar
(sérþjónusta). Þjónustuveitan gefur upplýsingar um
framboð og kostnað við sjónræna þjónustu og
stöðvaþjónustu.