Minniskorti komið fyrir
Hugsanlega hefur minniskorti þegar verið komið fyrir
í tækinu. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1.
Snúðu bakhlið tækisins að þér og lyftu upp lokinu.
2.
Settu samhæft minniskort í raufina. Gakktu úr
skugga um að snertiflötur kortsins snúi niður og að
raufinni.
3.
Ýttu kortinu inn.
Smellur heyrist þegar
kortið fellur á sinn
stað.
4.
Settu bakhliðina á.
Gakktu úr skugga um
að vel sé lokað.