Um Ovi-samskipti
Með Ovi-samskiptum geturðu verið tengdur fólki sem
þú vilt vera í sambandi við. Leitaðu að tengiliðum og
uppgötvaðu vini í Ovi-samfélaginu. Vertu í sambandi
við vini þína – spjallaðu, deildu staðsetningu þinni og
viðveru og fylgstu auðveldlega með því hvað vinir þínir
eru að bralla og hvar þeir eru staddir. Þú getur jafnvel
spjallað við vini sem nota Google Talk™.
Þú getur einnig samstillt tengiliði, dagbók og annað
efni milli Nokia-tækisins og Ovi.com. Mikilvægar
upplýsingar eru vistaðar og uppfærðar reglulega í
tækinu og á vefnum. Með Ovi-samskiptum geturðu haft
tengiliðalistann eins og þú vilt og treyst því að
tengiliðir séu vistaðir á Ovi.com.
Þú verður að vera með Nokia-áskrift til að geta notað
þjónustuna. Búðu til áskrift í farsímanum eða farðu á
www.ovi.com í tölvunni.
Það getur falið í sér stórar gagnasendingar um
farsímakerfi þjónustuveitunnar að nota Ovi-samskipti.
Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá
netþjónustuveitunni.