
Stillingar Kvikmyndabanka
Á aðalskjá Kvikmyndabankans skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
og úr eftirfarandi:
●
Valskjár þjónustu
— Til að velja þær
myndefnisþjónustur sem þú vilt að birtist í
Kvikmyndabankanum. Einnig er hægt að bæta
við,færa, breyta og skoða upplýsingar um
myndefnisþjónustu. Ekki er hægt að breyta
myndefnisþjónustu sem fylgt hefur tækinu.
●
Tengistillingar
— Til að velja stað fyrir
nettenginguna velurðu
Nettenging
. Til að velja
tengingu handvirkt í hvert sinn sem
93
Nokia Kvikmyndabanki

Kvikmyndabankinn kemur á nettengingu velurðu
Spyrja alltaf
.
Til að kveikja eða slökkva á GPRS-tengingu velurðu
Staðfesta GPRS-notkun
.
Til að kveikja og slökkva á reiki velurðu
Staðfesta
reiki
.
●
Barnalæsing
— Til að stilla á aldurstakmark.
Lykilorðið er það sama og læsingarkóði tækisins.
Upphaflega númerið fyrir læsingu er 12345. Í
kvikmyndaveitum eru myndskeið falin sem hafa
sama eða hærra aldurstakmark en þú hefur stillt á.
●
Forgangsminni
— Til að velja hvort kvikmyndir
sem hlaðið er niður eru vistaðar í gagnageymslunni
eða á samhæfu minniskorti. Ef valda minnið fyllist
vistar tækið efnið í hinu minninu.
●
Smámyndir
— Veldu hvort hlaða á niður og skoða
smámyndir í kvikmyndastraumum.
94
Nokia Kvikmyndabanki