
Niðurhal og upphleðsla korta
Til að setja Nokia Map Loader upp í samhæfri tölvu
skaltu opna www.nokia.com/maps, og fylgja
leiðbeiningunum.
Ábending: Vistaðu ný kort í tækinu fyrir
ferðalagið svo þú getir skoðað kortin án
nettengingar þegar þú ferðast erlendis.
Þú verður að skoða kortaforritið a.m.k. einu sinni í
tækinu áður en Nokia Map Loader forritið er tekið í
notkun.
Niðurhal korta með Nokia Map Loader
1.
Tengdu tækið við samhæfa tölvu með samhæfri
USB-gagnasnúru eða Bluetooth tengingu. Ef þú
notar gagnasnúru skaltu velja PC Suite sem USB-
tengiaðferð.
2.
Opnaðu Nokia Map Loader í tölvu.
3.
Ef ný kortaútgáfa eða raddskrár eru í boði fyrir
tækið þitt er spurt hvort þú viljir uppfæra gögnin.
84
Nokia Kort

4.
Veldu heimsálfu og land. Stórum löndum kann að
vera skipt niður í undirkort og notendur geta hlaðið
niður því korti sem þeir þurfa að nota.
5.
Veldu kortin, sæktu þau og settu þau upp forrit í
tækinu.