Nokia N86 8MP - Um myndavélina

background image

Um myndavélina

Það eru tvær myndavélar í Nokia N86 8MP.

Aðalmyndavélin, sem er með hárri upplausn, er aftan

á tækinu. Aukamyndavélin, sem er með minni

upplausn, er framan á því. Hægt er að nota báðar

myndavélarnar til að taka myndir og taka upp

hreyfimyndir.
Þetta tæki styður 3264x2448 punktar (8 megapixlar)

myndupplausn. Myndupplausnin í þessari handbók

getur virst önnur.
Myndir og myndskeið eru vistuð í Myndum.
Myndirnar eru á JPEG-sniði. Myndskeið eru tekin upp á

MPEG-4-sniði með endingunni .mp4, eða á 3GPP-sniði

með endingunni .3gp (samnýtingargæði).

Sjá

„Stillingar myndskeiða“, bls. 39.

Til að losa minni fyrir nýjar myndir og myndskeið

flyturðu t.d. skrár í tölvu með USB-gagnasnúru og

fjarlægir þær úr tækinu. Tækið lætur þig vita þegar

minnið er orðið fullt. Þá er hægt að losa minni í

gagnageymslunni eða skipta um minni.
Hægt er að senda myndir og myndskeið í

margmiðlunarskilaboðum, sem viðhengi í tölvupósti

eða með öðrum sendiaðferðum, t.d. um Bluetooth eða

með tengingu við þráðlaust staðarnet. Einnig er hægt

að hlaða þeim upp í samhæft netalbúm.