
Stillingar fyrir kyrrmyndir
Til að breyta aðalstillingunum skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
í myndastöðu, og svo úr eftirfarandi:
●
Myndgæði
— Stilla myndupplausn (aðeins fyrir
aðalmyndavélina). Því meiri sem gæðin eru, þeim
mun meira minni tekur myndin.
●
Setja inn í albúm
— Vista mynd í albúmi í Myndum.
●
Skrá staðsetningu
— Til að setja GPS-
staðsetningarhnit í hverja myndaskrá skaltu velja
Kveikt
. Það getur tekið tíma að ná GPS-merki og
ekki er víst að merki náist.
●
Sýna teknar myndir
— Velja hvort skoða skuli
myndir um leið og þær hafa verið teknar eða halda
strax áfram að taka myndir.
●
Sjálfgefið heiti myndar
— Veldu sjálfgefið heiti
fyrir teknar myndir.
●
Aukin stafræn stækkun
— Aðeins er boðið upp á
þessa stillingu í aðalmyndavélinni.
Kveikt
(samfellt)
leyfir að stighækkandi aðdráttur sé
samfelldur milli stafrænnar og aukinnar stafrænnar
stækkunar,
Kveikt (með töf)
leyfir að stighækkandi
aðdráttur stöðvist þegar komið er að stafrænni og
aukinni stafrænni stækkun, og
Slökkt
leyfir
takmarkaða notkun á aðdrætti en heldur
myndupplausninni. Aðeins skal nota aukinn aðdrátt
þegar mikilvægara er að nálgast myndefnið en að
gæði myndarinnar séu fyrsta flokks. Almenn gæði
myndar sem tekin er með aðdrætti eru minni en
myndar sem ekki er tekin með aðdrætti.
●
Myndatökuhljóð
— Veldu tón sem á að heyrast
þegar mynd er tekin.
●
Minni í notkun
— Veldu hvar myndir skulu vistaðar.
●
Upprunarlegar stillingar
— Stilltu á upphaflegar
stillingar myndavélarinnar.