
Símanúmer valið með hraðvali
Til að gera eiginleikann virkan velurðu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Stillingar
og
Sími
>
Símtöl
>
Hraðval
.
Til að tengja símanúmer við einhvern talnatakka (2-9)
velurðu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Hraðval
. Flettu að
takkanum sem þú vilt tengja símanúmerið við og veldu
Valkostir
>
Á númer
. 1 er frátekinn fyrir talhólf eða
hreyfimyndatalhólf, sem og til þess að opna vafra.
Hringt er úr biðstöðu með því að ýta á viðkomandi
takka og síðan á hringitakkann.