Símafundi komið á
Hægt er að halda símafundi með allt að sex
þátttakendum.
1.
Hringdu í fyrsta þátttakandann.
2.
Hringdu í annan þátttakandann með því að velja
Valkostir
>
Ný hringing
. Fyrra símtalið er sett í
bið.
3.
Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn
þegar annar þátttakandinn svarar skaltu velja
Valkostir
>
Símafundur
.
Til að bæta við nýjum aðila hringirðu í annan
þátttakanda og bætir því símtali við símafundinn.
Til að tala einslega við einn þátttakandann velurðu
Valkostir
>
Símafundur
>
Einkasímtal
.
Flettu að þátttakandanum og veldu
Einkasímtal
.
Símafundurinn er settur í bið í tækinu þínu. Aðrir
þátttakendur geta haldið símafundinum áfram.
Til að taka þátt í símafundinum á ný velurðu
Valkostir
>
Símafundur
.
Til að loka á þátttakanda velurðu
Valkostir
>
Símafundur
>
Sleppa þátttakanda
, flettir að
þátttakandanum og velur
Sleppa
.
4.
Ýttu á hættatakkann þegar þú vilt ljúka símafundi.