Nokia N86 8MP - Um heimakerfi

background image

Um heimakerfi

Tækið styður UPnP (Universal Plug and Play) og er

vottað af DLNA (Digital Living Network Alliance).. Hægt

er að nota aðgangsstaðartæki eða beini fyrir þráðlaust

staðarnet til að búa til heimanet. Þá er hægt að að

tengja samhæf UPnP-tæki sem styðja þráðlaus

staðarnet við netið. Samhæf tæki geta verið farsími,

samhæf tölva, hljóðkerfi, sjónvarp eða samhæfur

þráðlaus móttakari sem er tengur við hljóðkerfi eða

sjónvarp.
Hægt er að samnýta og samstilla skrár sem eru vistaðar

í farsímanum við önnur samhæf UPnP-tæki og tæki

með DLNS-vottun á heimaneti. Til að fá virkja

heimanetið og stýra stillingum þess velurðu

Valmynd

>

Forrit

>

Heimakerfi

Einnig er hægt að

nota Heimanet-forritið til að skoða og spila skrár úr

heimanetstækjum í tækinu þínu eða í öðru samhæfu

tæki, svo sem tölvu, hljóðkerfi eða sjónvarpi.
Til að skoða skrár í öðru heimanetstæki ferðu í til

dæmis í Myndir, velur skrá,

Valkostir

>

Sýna á

heimaneti

og tækið.

Til að hægt sé að nota þráðlausu staðarnetstengingu í

tækinu á heimaneti þarf hún að vera virk og önnur

UPnP-heimatæki þurfa að vera tengd við sama

heimanetið.
Þegar búið er að setja upp heimanet er hægt að

samnýta myndir og myndskeið með vinum og

fjölskyldu heima. Einnig er hægt að geyma skrár hjá

efnismiðlara eða sækja skrár úr samhæfum

heimamiðlara. Hægt er að spila tónlist sem er vistuð í

tækinu í hljómflutningstækjum sem eru með DLNA-

vottun og stýra spilunarlistum og hljóðstyrk beint úr

tækinu. Einnig er hægt að skoða myndir sem teknar

hafa verið með myndavélinni í tækinu á samhæfum

sjónvarpsskjá, og stýrt öllu með tækinu um þráðlaust

heimanet.
Heimanetið notar öryggisstillingar þráðlausu

staðarnetstengingarinnar. Nota skal heimanetið á

þráðlausu staðarneti með tæki sem er með

aðgangsstað fyrir þráðlaust net og dulkóðun.
Tækið er aðeins tengt heimanetinu ef þú samþykkir

beiðni um tengingu frá öðru samhæfu tæki eða velur

þann kost að skoða, spila eða afrita skrár í tækinu eða

leita að öðrum tækjum.